Skrifstofukokkurinn

Hæ,

Dagurinn í dag hefur bara verið fínn. Mallaði ofan í vinnufélagana smá pasta með hræætum og víkurfanga. Svo toppaði ég hádegið með bökuðum bönunum, súkkulaði og ís. Mæltist nokkuð vel fyrir.
Í gær var ég með snilldarBBQ kjúkling. Uppskriftina fékk ég hjá Elleni systur minni. Sósan er himnesk og inniheldur: Hunts brownsugar og honey mustard BBQ sósu, soja sósu, apríkósusultu og púðursykur. Svo þar sem þetta er nú ekki nógu óhollt þá skellir maður rjóma út í (matreiðslurjóma fyrir þá sem eru að passa sig ;))

Í kvöld ætla ég að hitta hann Sigga Eyberg gamlan vin úr Kebbblaík. Svo á morgun hitti ég þau eðalhjón Steina og Guðrúnu og fæ líklega smá nögu þar.

Hlakka mikið til helgarinnar.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ef þú ætlar á Grand Rokk viltu þá vinsamlegast láta mig vita!!!!
Rúnabrúna

Vinsælar færslur